Hlaðborð
Frábær lausn fyrir fyrirtæki og einstaklinga
Brúðkaup
Gerðu brúðkaupið þitt sérstakt með mat sem allir elska.
Fermingar
Ef fermingabarnið fær að ráða þá velur það pizzu.
Veislur
Hvert sem tilefnið er þá getur Pizza Truck gert atburðinn einstakan.
Starfsmannagleði
Fullkomið í starfsmannagleðina. Einfalt, fljótlegt og hagkvæmt
Þú velur allt að 3 pizzur af matseðlinum. Þess utan búum við til blöndu af einfaldari pizzum með 1-3 áleggjum, sem hentar vel fyrir börn og þá sem vilja einfaldar pizzur. Verðin miðast við að hver og einn sé að fá 1/2 úr 12 tommu pizzu. Pizzur bornar fram á hlaðborði.
Daggjald
Mánudaga til föstudaga
11:00 - 17:00
3.000 Kr.
Á mann
Kvöldgjald
Mánudaga til föstudaga
17:00 - 22:00
3.250 Kr.
Á mann
Helgargjald
Föstudagar frá 17:00 og allan daginn um helgar
3.500 Kr.
Á mann
Sneiðapartý
Hentar vel fyrir stærri viðburði, árshátíðar, miðnætursnarl eða bara í partýið.
Árshátíð
Bryddaðu upp á stemninguna með skemmtilegum mat.
Miðnætursnarl
Haltu genginu gangandi með bragðgóðu léttmeti.
Stærri viðburðir
Er ráðstefna? Leystu matinn með Bökubílnum.
Partý Partý Partý
Ekkert partý klikkar með geggjuðum mat!
Þú velur þrjár mismunandi tegundir af pizzum með 1-2 áleggjum (gott er að hafa þriðju tegundina sem margarita). Verðin miðast við að hver og einn sé að fá 1/2 úr 12
tommu pizzu. Sneiðar afgreiddar beint úr lúgunni.
Daggjald
Mánudaga til föstudaga
11:00 - 17:00
2.250 Kr.
Á mann
Kvöldgjald
Mánudaga til föstudaga
17:00-22:00
2.500 Kr.
Á mann
Helgargjald
Föstudagar frá 17:00 og allan daginn um helgar
2.750 Kr.
Á mann
ALGENGAR SPURNINGAR
HVAÐ ER Pizza Truck?
Pizza Truck er snyrtilegur matarbíll með steinofni að bestu gerð! Með því að fá okkur til að sjá um matinn í þínum viðburði ertu að tryggja góð gæði og sjóðandi heita pizzu beint inn á borð eða beint út úr lúgunni. Slepptu köldu snittunum og bjóddu uppá alvöru pizzur!
HVAÐ KOSTAR?
Verðskráin er sniðin að þínum þörfum. Þú velur á milli þess að vera með hlaðborð eða bjóða upp á sneiðapartý. Við rukkum svo misjafnlega eftir því hvenær þú vilt fá bílinn til þín. Verðin eru efst á síðunni og skiptast upp í hlaðborð vs. sneiðapartý og hvenær veislan er. Greitt er miðað við fjölda manns og magn áætlað út frá þeim fjölda. Þú velur hvaða pakki hentar þér!
ER LÁGMARKS FJÖLDI?
Við miðum við að 60 manns sé lágmarkið fyrir hlaðborð og 70 manns lágmark í sneiðarpartý.
HVAÐ ER Í BOÐI?
Hlaðborð: Þú velur allt að 3 pizzur af matseðlinum sem er hér fyrir neðan. Þess utan búum við til blöndu af einfaldari pizzum með 1-3 áleggjum, sem hentar vel fyrir börn og þá sem vilja einfaldar pizzur. Verðin miðast við að hver og einn sé að fá 1/2 úr 12 tommu pizzu. Sneiðapartý: Þú velur þrjár mismunandi tegundir af pizzum með 1-2 áleggjum (gott er að hafa þriðju tegundina sem margarita). Verðin miðast við að hver og einn sé að fá 1/2 úr 12 tommu pizzu.
ER VEGAN / GRÆNMETIS / GLÚTEINLAUST Í BOÐI?
Já að sjálfssögðu! Glúteinlausi botninn kostar reyndar auka 790kr stk. Gott væri fyrir okkur að vita sirka fjölda fólks sem óskar eftir einhverju af þessu þrennu svo við getum áætlað rétt.
ERU ÞIÐ MEÐ BORÐBÚNAÐ?
Við getum mætt með pizzu pappadiska og sérvíettur . Þú þarft að skaffa postulín diska og hnífapör viljið þið bjóða uppá það.
ER EITTHVAÐ ANNAÐ SEM ER GOTT AÐ VITA?
Það er gott að hafa það á bakvið eyrað að bíllinn er mjög stór (8 metrar á lengd) og það þarf að gera ráð fyrir góðri aðkomu fyrir hann og að hann sé helst með stæði fyrir utan eða nálægt innganginum þar sem hann kæmist einnig í rafmagn (venjulegt rafmagnstengi er nóg). Við erum vanalega mættir 40-60 mín áður en matur er áætlaður. Einnig er mikilvægt að kynna sér skilmálana okkar sem eru hér neðst í skjalinu.
ERU EINHVER ÖNNUR GJÖLD?
Akstur: +500 kr./km utan höfuðborgarsvæðis (Hámark 100 km fjarlægð og aðeins á malbikuðum vegum. Reiknað er km fjöldi báðar leiðir). Fyrirvaragjald: Auka gjald er lagt ofaná heildar reiking þegar bílinn er bókaður með undir 48 klukkustunda fyrirvara
MATSEÐILL
Hentar vel fyrir stærri viðburði, árshátíðar, miðnætursnarl eða bara í partýið.
MARGARITA
Súrdeigsbotn, pizzasósa, ostur
COPY PASTE
Súrdeigsbotn, pizzasósa, pepperoni, beikon, piparostur, rjómaostur og svartur pipar
FORSETAPIZZAN
Súrdeigsbotn, pizzasósa, skinka, ananas
DÖÐLAÐA (VINSÆL)
Súrdeigsbotn, pizzasósa, pepperoni, döðlur, rauðlaukur, beikon, rjómaostur og svartur pipar.
MAMMA MIA
Súrdeigsbotn, pizzasósa, pepperoni, piparostur, jalapeno, rauðlaukur og svartur pipar
AL CAPONE
Súrdeigsbotn, pizzasósa, pepperoni, döðlur, grænt pestó og rjómaostur
SKINKOLINA
Súrdeigsbotn, pizzasósa, skinka, sveppir, rjómaostur
SÚ KJÖTAÐA
Súrdeigsbotn, pizzasósa, skinka, pepperoni, nautahakk, piparostur, rjómaostur, og svartur pipar.
MEGA VEGAN(GRÆNMETIS OG VEGAN)
Súrdeigsbotn, pizzasósa, vegan ostur, sveppir, rauðlaukur, döðlur, svartar ólífur
SKILMÁLAR OG FYRIRVARAR
VERÐ
Þessi verðskrá gildir fyrir árin 2023 – Sé viðburður á rauðum degi eða lögbundnum frídegi gildir helgarverðskrá. Sé viðburður á stórhátíðar degi leggst álag ofaná skmv. Kjarasamningi eflingar.
STAÐFESTING
Staðfestingargjaldið er 40.000 kr. og þarf að greiða það til að festa viðburð á umbeðinni dagsettningu. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt ef hætt er við þegar 2 mánuðir eða minna er í viðburðinn. Staðfestingargjald er svo dregið frá heildarupphæð þegar gert er upp að loknum viðburði.
STÆRÐIR&MAGN
Allar bökurnar okkar eru 12 tommur. Magn er áætlað miðað við fjölda gesta sem gefið er upp þannig það er mikilvægt að hafa þá tölu frekar nákvæma.
AÐSTÆÐUR
Vagninn er stór og þarf að hafa það í huga þegar hann er panntaður. Vagninn á t.d. erfiðara með að keyra inn þröngar götur, á vegum sem eru ekki malbikaðir eða mjög holóttir. Einnig er gott að gera alltaf ráð fyrir plássi sem næst inngangi. Vagninn þarf svo að geta tengt sig í rafmagn (við mætum með langa rafmagnssnúru) Allt þetta er að sjálfsögðu unnið í samráði við starfsmenn Pizza Truck. Sé ekki kostur á að tengjast í rafmagn þá leggst auka 10.000kr á fyrir leigu á rafstöð.
VEÐUR
Ef það spáir slæmu veðri á þeim degi sem atburður er settur eða færð á vegum er ekki ákjósanleg þá áskiljum við okkur réttinn til þess að hætta við atburð og endurgreiðum staðfestingargjald. Sama gildir ef við náum ekki að mæta í atburð vegna ófyrirsjáanlega aðstæðna, t.d. vegna bilana á vagninum eða bílsins sem dregur hann.
Panta PizzA Truck til þín
+354