Íslenska Flatbakan

Við opnuðum dyrnar að Íslensku Flatbökunni í febrúar 2015. Við vildum leggja áherslu á að bjóða upp á framúrskarandi pizzur og heillandi umhverfi. Viðtökurnar fóru fram úr okkar vonum og á hverjum degi gerum við okkar besta til þess að halda uppi þeim gæðum sem viðskiptavinir okkar gera kröfur um.

Við sáum Flatbökuna alltaf fyrir okkur sem fjölskyldustað, þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að borða góðan mat og eiga góðar stundir. Við vonum innilega að okkur hafi tekist vel til og þið lítið þannig á litla staðinn okkar.

Fyrir hönd okkar allra á Flatbökunni,
Valgeir Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri.